1.3.2009 | 17:52
Þeir vita ekki hvenær á að leggja árar í bát!
Hvernig geta þessir hræsnarar sagt þetta?! Brást ekki stefnan?! Er það ekki rétt til getið hjá mér að sjálfur forsprakki og hugmyndasmiður þessarar stefnu (nýfrjálshyggjunar) sé búinn að koma opinberlega fram og biðjast fyrirgefningar og viðurkenna að stefnan hafi BRUGÐIST?!
Hvað er þetta? Stolt? Veruleikafirring? Eða bara heimska á heimsmælikvarða?!
Svari mér nú einhver sem betur veit!
Stefna brást ekki, heldur fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Daníel Sigurðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig hefur frjálshyggjan beðið skipbrot? Frjálshyggjan boðar lágmarksríkið, ríki sem samanstendur einungis af löggjafarvaldi, dómsvaldi, löggæslu og landvörnum. Á undanförnum árum hefur bankareglum fjölgað gríðarlega, eftirlitsstofnanir hafa fengið mjög aukið fjármagn, ríkið hefur vaxið meira en landsframleiðsla hlutfallslega í mörg ár í röð, ríkið hefur einnig vaxið gríðarlega í krónum talið, fjöldi starfsmanna ríkisins hefur vaxið óhemju mikið og hefur hlutfall ríkisstarfsmanna aukist í tíð þessarar "frjálshyggjustjórnar", ráðist var í stærstu ríkisframkvæmd Íslandssögunnar, gengið var í yfirþjóðlegt apparat (EES), ríkisstofnun réð hvað peningar kostuðu (Seðlabanki), ríkisinngrip á landbúnaðarsviði o.s.frv. o.s.frv. Hvernig getur þetta mögulega verið merki um frjálshyggju? Vegna þess að bankar voru seldir? Það eru aum rök og frjálshyggjumönnum sárnar hversu gjarnt fólk er að klína á þá allskyns skít. Kannski rétt að halda því líka til haga að lang flestir sjálfstæðismenn eru ekki frjálshyggjumenn, sennilega eru innan við 10% sjálfstæðismanna frjálshyggjumenn. Þá væri mun réttara að tala um að íhaldsstefna hefði boðið skipbrot eða að frjálslynd jafnaðarstefna hefði boðið skipbrot.
Alan Greenspan var að tala um Laizzes faire kapitalisma. Það er ekki það sama.
blahh (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 19:44
Þú reynir ansi vel að kveða mig í kútinn þarna.. og gerir bærilega.
En þegar á botninn er hvolft. Er það ekki rétt að reka megi þetta hrun til sölu bankanna? Og þrátt fyrir þessa gríðarlegu aukningu á bankareglum og umsvifum eftirlitsstofnana, þá fór sem fór.. spilling þessa peningamanna og siðleysi kunnu sér engin mörk! Ég vil þá ekki einusinni ýminda mér hvernig þetta þetta hefi orðið ef við mínusum frá þessi meintu ríkisafskipti (hefði þá ekki frjálshyggjan notið sín enn betur?). Þú getur kannski fært rök fyrir því að svona lagað, í þessum mæli, eigi sér ekki stað ef lágmarksríkið er við lýði?
En hvað sem því svosem líður, þá er mjög grátlegt að horfa upp á þessa yfirlýsingu um að stefnan hafi ekki brugðist, heldur einstaka fólk. Þetta er rétt eins og þeir í Sovét sögðu að stefnan hafi ekki brugðist heldur fólk. Þetta er það sama ekki satt?
Annars hefði ég mjög gaman af því ef þú gætir fyllt upp í gloppurnar hjá mér og sagt mér frá því í hverju reginmunurinn á nýfrjálshyggjunni og Laissez faire Alans Greenspan felst, og hvort munurinn sé virkilega teljanlegur í þessu samhengi.
Snoo Pingas UIC, 1.3.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.