3.4.2009 | 15:22
steinþegiþú
Mér þykja það stór orð að hann skuli segja ,,að Evrópubúar skuli ekki að búast við því að Bandaríkin ein og sér muni axla ábyrgð á stríðinu gegn alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi". Svíkji minnið mig ekki þá á þetta "War on Terror" hugtak eigi upptök sín í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn blésu manna fyrstir í stríðslúðrana gegn Al-Kaída, samtökum sem telja nokkur þúsund bókstafstrúar-rugludalla, og hafa fyrir vikið lagt tvö lönd í rúst, og ekki sér fyrir endann á því!
Rússagrýlan var þó trúanleg ógn, þeir voru jú handan við tjaldið og áttu sínar kjarnorkusprengjur og skriðdreka.
Fengi ég einhverju ráðið mundu Íslendingar draga sig af þessum lista viljugra-hunda, viðhalda hlutleysi sínu. Og ekki seinna en strax í dag ætti að draga þessa stríðshauka sem valdið hafa, beint og óbeint, dauða allavegana hundruða-þúsunda saklausra íbúa og hrakið milljónir á flótta, til Haag og rétta yfir þeim!
Það kannski vill einhver segja mér að hörmungarnar sem dundu yfir Bandaríkin hafi verið hræðilegri en það sem síðar fylgdi í Afganistan og Írak og dynja enn?
Farið hefur fé betra, Bandaríkin ein mega fyrir mér axla þessa fjandans ábyrgð í sínum sandkassa-byssuleik. Hryðjuverk eru alls ekki nýtt fyrirbæri, auðvitað þarf að bregðast við þeim, en þetta er og var aldrei stríð!
Afhverju var ekki lýst yfir stríði gegn náttúrunni þegar flóðin urðu í Indónesíu og reistir 30m háir múrar meðfram megninu af eyjunni? Eða afhverju voru ekki byggðir samkonar múrar meðfram strandlengju New Orleans eftir storminn þar?
Obama: Bandaríkin þurfa aðstoð í baráttunni við hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Daníel Sigurðsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara svona til að setja smá statistics á mjög góða bloggfærslu:
9/11: 2,998 dánir, 6,291+ særðir
Íraksstríðið(ekki eins nákvæmar tölur mind): Lægstu áræðanlegu tölurnar benda til 600.000 dánir (og guð má vita hve margir eru ósærðir í írak).
Já, mér finnst hart skotið frá mínum manni að vestan og má hann éta sín stríð sjálfur ásamt því að styrkja stærsta hryðjuverkaríki jarðar.
Gunnar (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.