Smáræðis útúrdúr.

Það getur verið ansi gaman að snúa eilítið upp á söguna og prófa að setja þetta, þá sérstaklega Íraksstríðið, í annað samhengi.

 

Árið er 1936 og Sovétríkin og Þýskaland eiga sér ekki al-fagra sögu að baki. í Sovétríkjunum hafa átt sér stað leynt pyntingar og brot á mannréttindum í gegnum forræðishyggju (Patriot laws?) hafa átt sér stað upp á síðkastið.  Á síðustu árum hefur líka verið uppi sá rómur að í þýskalandi sé verið að smíða and-kommúnísk vopn og ekki bætir úr skák að Þýskaland er sagt hylja yfir stórtækan útlagahóp hvítliða! Svo kemur á daginn að KGB* undir stjórn Laventiy Beria staðfestir þessar sögusagnir og undirstrikar að mikil ógn stafi af Þýskalandi. Skemst er að minnast þess þegar andófsmenn Sovétríkjanna, sem allir eru á einhvern hátt hvítliðar eða tengdir þeim, sprengdu 5 blokkir í Kænugarði árið 1934.

Áarla árs ákveða því Sovétríkin að ráðast á Þýskaland Hitlers og tilkynna einnig að íbúar hins hrjáða Þýskalands munu brátt hljóta allan þann unað sem af kommunismanum hlytist. Hernaðarmáttur bjarnarins er yfirþyrmandi og því tekur það aðeins örfáar vikur að sprengja Þýskaland aftur til steinaldar og íbúa þess í leiðinni.

Adam var þó ekki lengi í Paradís og þrátt fyrir að ekkert sé eftir af Þýskalandi nasismans og Hitler feli sig í ruslatunnu suður í Bæjarlandi þá krælir ekkert á hinum and-kommúnísku vopnum og ekkert bendir til þess að nokkuð samráð hafi verið á milli hvítliða og Hitlers. Skömmu eftir að Stalín keyrði, sigurreyfur á BT-7 skriðdrekanum sínum, fram að hersafnaði Sovétmanna og tilkynnti að stríðinu væri opinberlega lokið þá viðurkennir Beria að ekki hafi nokkur grunnur verið fyrir ásökum KGB í garð Þýskalands og segir því skömmustulegur af sér.

Stalín er þó ekki af baki dottinn og eftir að hafa tottað pípuna segir hann:,,Við komum þó ómenninu honum Hitler frá og fagnaðarerindi kommúnismans fær nú að taka sitt sæti hjá þjóð Þýskalands."  Það þarf varla að taka það fram að ekki taka allir Þjóðverjar kommúnismanum fagnandi og skærur, dráp og eyðilegging eiga sér stað í Þýskalandi um ókomin ár.

 

Ég spyr því: er einhver því fylgjandi að innrás Sovétríkjanna hafi verið réttmætanleg og er eitthvað því til fyrirstöðu að réttað yrði yfir ábyrgðarmönnum þessa stríðs í stríðsglæpadómstól, eða einhverju af þeirri sort?**

 Áður en þú gerir upp hug þinn, og þá sérstaklega með Þýskaland í huga, þá hefur engin helför átt sér stað og voðaverk beggja aðilla sem fylgdu seinni heimsstyrjöld eru ekki til. Að auki eru Sameinuðu Þjóðirnar til og bæði lönd eru aðillar að þeim.

 

*KGB var að vísu ekki til á þessum tíma.

 **Þó var ekkert slíkt apparat til á þessum tíma.
mbl.is Talibanar segjast bera ábyrgð á skotárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Daníel Sigurðsson

Höfundur

Snoo Pingas UIC
Snoo Pingas UIC
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband